- Advertisement -

Akureyringar spjalla um Bjarna Ben

Logi og Edward. Þeir skiptust á skoðunum um fjármálaráðherrann.

Stjórnmál Tveir af helstu forystumönnum íslenskra stjórnmála eru Akureyringar. Þeir töluðu saman í dag, eða réttara sagt skrifuðust á á Facebooksíðu Edwards H. Huijbens varaformanns Vinstri grænna. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skiptist á skoðunum við Edward.

Edward byrjaði með þessar færslu: „Ef fram kæmi að fjárstýring Landsbankans (þar sem ég er í viðskiptum – sko bankanum ekki fjárstýringardeild) … ef hún héldi skjal sem héti: „eddie hæbens í braski.doc“ hvað ætli ég entist lengi sem varaformaður VG?“

Logi brást við með þessum orðum:

„Ágæti Edward, þetta eru áhugaverðar vangaveltur. Að sjálfsögðu bera menn fyrst og síðast ábyrgð á eigin breytni. Fólk getur meira að segja alltaf átt von á því að félagarnir geri eitthvað misjafnt og þá bregðast menn við því (einsog BF gerði).

Svo eru þeir sem velja sér vitandi vits, til fylgilags, einstaklinga sem hafa hegðað sér óásættanlega (án þess að viðurkenna það). Þá er nú harla langsótt að þykjast alveg stikkfrí.
Þetta brask BB, sem er væntanlega ástæða færslu þinnar, var m.a. það sem gerði það að verkum að Samfylking treysti sér ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir boð þar um. Veldur hver á heldur.“

EHH: „Nú liggur svo sem ekkert fyrir um brask, aðeins nafngift á skjali sem endurspeglar einhvern hugarheim sem er tragíkómískur í besta falli. Það er eins og þeir sem véli með fé vilji rétta okkur hinum fingurinn og dettur mér í hug núna GAMMA. Ekki ætla ég þó að verja BB eitt augnablik hér … en kjarni minnar færslu er kenning um að í sumum hreyfingum séu fúnkerandi innviðir sem leyfa fólki ekki að komast upp með svona vafamál, en í öðrum ekki. Hvernig skal glíma við slíkt veit ég ekki öðruvísi en að fólkið sjálft taki völdin í eigin hreyfingum og láti sína fulltrúa axla ábyrgð. Ríkisstjórnarborðið á ekki endilega að vera vettvangur slíks…“

LME: „Nei er það ekki?“ Og bætti við broskarli.

EHH: „Ég held í einlægni að best væri að fólk kysi ekki til valda þá sem bera sig að rangri breytni, en það er kannski til of mikils mælst … kannski er brask ekki vont á Íslandi ?“

LME: „Það eru til ýmsar leiðir til að koma fólki til valda. Ein heitir vissulega kosningar, önnur stjórnarmyndun.“

EHH: „Ætli kosningar séu nú ekki helsta leiðin ef við höfum trú á lýðræðinu, stjórnarmyndun er leið til að vinna úr því sem kosningar skila og endurspegla þannig meintan vilja þeirra…“

Og Logi lokaði með broskarli.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: