Eignavaktin

Akureyri: Jákvæðni gagnvart flóttafólki

By Miðjan

March 17, 2016

SAMFÉLAG Meirihluti Akureyringa telur gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að. Þetta kemur fram í nýrri könnun á viðhorfum Akureyringa til fólks af erlendum uppruna. Um sextíu prósent aðspurðra sögðust mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni að það væri gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að, þrjátíu prósent hvorki né en ellefu prósent reyndust ósammála.

Sjá könnunina hér.

Athygli vekur að ekki reyndist marktækur munur á viðhorfum Akureyringa til flóttamanna og annarra af erlendum uppruna. Um 61 próent voru frekar eða mjög sammála því að það sé gott fyrir samfélagið á Akureyri að fólk af erlendum uppruna setjist hér að en 59 prósent að það sé gott að flóttamenn setjist hér að. Í báðum tilvikum voru um ellefu prósent ósammála þeim fullyrðingum.