Á vef Alþingis er hans getið aðeins fjórum sinnum undir atriðinu þingskjöl.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Aksturskóngur Alþingis árið 2020 er Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðvestur kjördæmi. Hann hefur fengið 222 þúsund krónur í aksturspeninga í hverjum einasta mánuði árið 2020. Samt veit maður varla hver hann er. Á vef Alþingis er hans getið aðeins fjórum sinnum undir atriðinu þingskjöl. Með fullri virðingu fyrir honum þá hlýtur maður að gera verulegar kröfur til afkasta hjá manni sem tekur 222 þúsund á hverjum einasta mánuði af skattfé okkar almennings til aksturs. Í raun og veru er þetta hneyksli. Þingmenn eru á mjög góðum launum. Við hljótum að gera kröfu til þess að þeir vinni af krafti og þannig að almenningur fái að vita um afköstin. Ég fylgist nokkuð vel með en mundi ekki þekkja Guðjón á götu.