Allsherjarverkfall verður þá 12. apríl.
„Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-,gisti-,þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
Atkvæðagreiðslan mun hefjast 29. mars og og standa til 5. apríl og ef kosning um verkfall verður samþykkt mun allsherjarverkfall þeirra sem heyra undir áðurnefndan kjarasamning skella á 12. apríl. Rétt er að geta þess að þessi kosning um verkfallsboðun er partur af aðgerðarplani sem stéttarfélögin fjögur standa sameiginlega að.
Verkalýðsfélag Akraness mun auglýsa kosninguna og önnur útfærsluatriði þegar nær dregur kosningunni.“