Þorsteinn Sæmundsson þingmaður finnur að því að íbúðir innan Air-bnb eru ekki skráðar einsog lög geri ráð fyrir. Hann sagði þær vera vettvang vændis og mansals.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að það fólk sem rekur Air-bnb íbúðir lúti sama eftirliti og önnur fyrirtæki í landinu.
Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki sagðist hafa eftir lögreglunni að Air-bnb íbúðir séu oft vettvangur vændis og mansals. „Það eru nokkur þúsund íbúðir óskráðar,“ sagði þingmaðurinn og benti á að það kallaði á skattalagabrot og fleira.
Fréttin verður uppfærð.
Þú gætir haft áhuga á þessum