Björn Leví Gunnarsson skrifar:
„Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ skrifaði Björn Leví Gunnarsson og vitnaði þar til orða Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar.
„Ég hef horft upp á Landsnet biðja um kerfisáætlun í þingnefnd (2013 – 2016) til þess að hægt væri að skipuleggja hvar ætti að byggja. Fáir aðrir þingmenn voru á þeim fundi og einn a.m.k. að skoða myndir af tískufötum (og módelum) á símanum sínum á meðan.
Að því sögðu þá var kerfisáætlunarhluti þriðja orkupakkans innleiddur sem er ætlað að tryggja slíkt (kerfisáætlun um afhendingaröryggi) og nýlega var þriðji orkupakkinn samþykktur sem tryggir svo einnig viðbrögð við kerfisöng. Verst að það er ekkert hægt að bregðast við kerfisöng ef afhendingaröryggi er ekki tryggt,“ skrifar Björn Leví.