- Advertisement -

Áhrifalausi ráðherrann

Páll Magnússon nefnarforamður heldur fjölmiðlafrumvarpi Lilju föstu í nefndinni.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, kveðst hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla, hjá þeim, líkt og víðar, sé tekjufall og að stjórnvöld verði að taka tillit til þess. Ekki hafa verið kynntar neinar sértækar aðgerðir sem beinast að stöðu fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.“

Þetta er bein tilvitnun í frétt á ruv.is.

Þar var Lilja spurð um fjölmiðlafrumvarpið sem skröltir í allsherjar- og menntamálanefnd. Þar er Páll Magnússon formaður. Hann er Sjálfstæðismaður. Flokkurinn er á móti frumvarpinu. Og þá Páll líka.

Páll Magnússon: Pólitísk umræða er eftir.

„Þar er búið að setja um 400 milljónir til þess að styðja við einkarekna fjölmiðla. Ég veit til þess að nú er verið að skrifa nefndarálitið, þannig að ég legg áherslu á að það klárist. Hins vegar er það svo að staða fjölmiðla er mjög erfið um allan heim og að sama skapi er mikill lestur og fólk fylgist gríðarlega vel með. Þannig að ég hef alltaf verið talskona þess að styðja við einkarekna fjölmiðla og mun halda áfram að gera það,“ sagði Lilja í fréttinni.

Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sagði hins vegar að enn ætti eftir að fara fram öll pólitísk umræða um frumvarpið.

Rúv spurði og Lilja svaraði:

Hefur þú sjálf áhyggjur af stöðu fjölmiðla? „Já, ég hef það og ég hef verið í sambandi við þá marga og ég skil mjög vel í hvaða stöðu þeir eru. Við sjáum að auglýsingatekjur, bara eins og víða, það er tekjufall víða og stjórnvöld verða að taka tillit til þess.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: