Fréttir

Áhöfn Stíganda VE-77 var sagt upp

By Miðjan

August 11, 2014

Sjávarútvegur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur sagt upp allri áhöfninni á Stíganda VE frá og með 10. nóvember 2014, vegna hagræðingar í útgerðarrekstri Vinnslustöðvarinnar, segir á heimasíðu fyrirtækisins. 

„Þessi ákvörðun var birt áhöfn Stíganda og tekið fram um leið að sjómennirnir njóti forgangs þegar ráðið verður í önnur störf sem kunna að losna hjá félaginu. Þá var þess og getið að Stígandi kunni að verða gerður út að nýju til humarveiða í apríl 2015. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum en möguleikinn er fyrir hendi eins og staðan er nú.“