- Advertisement -

Áhlaup ráðherrans á vindmyllur

Eygló HarðardóttirSTJÓRNMÁL Ljóst er að húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra hrífa ekki fólk sem er til hægri í stjórnmálunum. Á vefnum romur.is, má lesa grein eftir Erlu Maríu Tölgyes, um frumvörp ráðherrans.

Þar segir höfundur meðal annars: „Af þessum ástæðum tel ég ástæðu fyrir hæstvirtan ráðherra til þess að draga frumvarpið til baka og endurskoða áherslur sínar í húsnæðismálum.“

Erla María segir í grein sinni að að frumvarpið er allsherjar áhlaup á vindmyllur. „Sé miðað við könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands um þarfir ungs fólks gagnvart húsnæðismarkaðnum má sjá að yfirgnæfandi meirihluti vill helst festa kaup á sinni eigin fasteign. Stóra vandamálið á húsnæðismarkaði virðist því snúa að því að fólk á ekki fyrir útborgun í fasteign og neyðist því til þess að leigja. Frumvarpið er hins vegar ætlað sem bót á meinum leigumarkaðarins en þau eru ekki önnur en afleidd vandamál eignamarkaðarins og í því felst vindmylluáhlaup ráðherrans. Húsnæðiskerfinu mætti því í núverandi ástandi líkja við lekandi hús þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir því að gefa íbúum fötur til þess að setja undir lekana í stað þess gera við þá. Réttara væri að leggja fram frumvarp sem legði allt kapp á einfalda fólki að festa kaup á eigin húsnæði og beindi fjármunum í slík úrræði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: