- Advertisement -

Áhættu­samt að fjár­festa í óbyggðum kís­il­málm­verk­smiðjum

Iðjuverið á Bakka við Húsavík.

Halldór Friðrik Þorsteinsson, sem sækist eftir endurkjöri í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins, skrifar langa grein í Mogga dagsins og finnur mjög að ákvörðunum sem ráðafólk sjóðsins hefur tekið. Mestu munar, að mati Halldórs Friðriks sem margra annarra, hversu sjóðurinn er í nánu sambandi við Arionbanka.

Halldór Friðrik telur upp nokkrar ástæður fyrir óánægju með starf sjóðsins. Hér er ein þeirra:

„Þriðja ástæðan fyr­ir lak­ari ávöxt­un eru af­leit­ar fjár­fest­ing­ar í tveim­ur kís­il­málm­verk­smiðjum, í Helgu­vík og Bakka árið 2014. Sam­tals nam tap þess­ara fjár­fest­inga um tveim­ur millj­örðum króna og enn get­ur bæst í þá hít. Að mínu viti var mis­ráðið að fara í þess­ar fjár­fest­ing­ar og ákvörðun þar að lút­andi langt um­fram eðli­leg áhættu­mörk líf­eyr­is­sjóðs. Það er mjög áhættu­samt að fjár­festa í óbyggðum kís­il­málm­verk­smiðjum sem eru í harka­legri sam­keppni á heims­markaði. Þá virðist sjóður­inn hafa ákveðið að fara í United Silicon-verk­efnið með Arion banka á grund­velli ófull­nægj­andi áhættu­grein­ing­ar og taka veru­lega áhættu um­fram bank­ann. Á meðan bank­inn gat gengið að veðum tapaði sjóður­inn allri sinni fjár­fest­ingu. Eft­ir­lit Arion banka og sjóðsins með verk­efn­inu var í mol­um um ára­bil.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: