- Advertisement -

Agnes biskup fordæmir fjöldabrottvísun flóttafólks: „Við erum öll sköpuð af Guði“

Agnes M. Sigurðar­dóttir, Biskup Ís­lands, setur sig upp á móti þeirri fjöldabrottvísun flóttafólks sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stendur yfir á næstunni. Henni finnst brottvísanirnar stríða gegn kristnum gildur og er jafnramt þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi ekki alltaf að fara eftir óhagganlegum reglum heldur sé það í lagi að meta hvert tilvik fyrir sig.

Skoðuna Agnesar kemur fram í samtali við Fréttablaðið. „Það virðist mats­kennt hvort fólki sé vísað úr landi eða ekki. Við viljum fara eftir lögum og reglum en við viljum að reglur séu túlkaðar á mann­úð­legan hátt en ekki eins strangt og hægt er,“ segir hún.

Sjá einnig: Sveinn Andri: „Mannvonska og heimska aðalsmerki ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur“

Agnes segir af­leitt að til standi að vísa fólki burt, sem hafi komið sér fyrir hér á landi og skotið rótum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við erum kristnar mann­eskjur og okkur ber að að­stoða þau sem eru á flótta, okkur ber að vera gest­risin. Við spyrjum ekki fólk sem stendur fyrir framan okkur og er í vand­ræðum um hug­myndir þess um til­veruna. Við hjálpum þeim sem eru í vand­ræðum. Við komum vel fram við mann­eskjur, sem eru skapaðar af Guði eins og við öll,“ segir Agnes biskup.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: