- Advertisement -

Afturhaldsflokkar vísa leiðina til grárrar forneskju

Einangrunarhyggja hefur því aldrei verið eins hættuleg.

Hallgrímur Óskarsson birtir:

Í skoðanakönnunum víða um lönd koma æ oftar fram sömu áhyggjur fólks. Að þessi 5 atriði séu helsta ógn jarðarbúa. Þessi atriði verða ekki lengur leyst innan þjóðríkja, þetta eru „global“ vandamál sem verða aðeins leyst með náinni samvinnu margra landa. Þess vegna eru þau stjórnmálaöfl sem vilja einangrun og að draga úr alþjóðlegri samvinnu eiginlega að setja okkur í þá aðstöðu að geta ekki tekið þátt í að leysa nein vandamál. Einangrunarhyggja hefur því aldrei verið eins hættuleg, gamaldags og vonlaus leið fyrir lítið land því einangrun kippir okkur frá þeim möguleika að móta lausnir með öðrum fyrir framtíðina. Verðum bara ein og sjáum til hvað hinir munu gera.

  • Við leysum aðeins loftslagsmál með náinni samvinnu við önnur lönd. Sama með hin málin. Að Ísland taki þátt í meiri alþjóðlegri samvinnu er því ekki krúttleg skoðun heldur eina stefnan sem kemur Íslandi í þá stöðu að lifa af og hafa áhrif á að leysa þau vandamál sem steðja að okkur í framtíðinni. Þeir sem aðhyllast afturhaldsflokka eru því að ýta okkur til baka inn í gráa forneskju.
  • – – – – –
  • 1. Loftslagsmál
  • 2. Ójöfnuður, 1% ríku verða ríkari, hinir fátækari
  • 3. Spilling, ógagnsæi, skattaundanskot
  • 4. Hagsmunahópar ráða of miklu, almenningur litlu
  • 5. Stríð, vopnuð átök, trúardeilur
Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: