Leiðari Trúlega hefur mörgum brugðið við lestur skoðanakönnunnar Félagsvísindastofnunnar fyrir Morgunblaðið og birt er í dag. Niðurstaðan sýnir hreint ótrúlega stöðu Vinstri grænna, sem fengi þá 22 þigmenn og tæplega 29 prósenta fylgi. Bætti þá við sig tólf þingmönnum.
Þrír flokkar, Miðjuflokkurinn og stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð kæmu engum manni að og þrír flokkar aðrir, Framsókn, Flokkur fólksins og Samfylkingin fengju fimm þingmenn hver og Píratar fengju átta þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi átján þingmenn, tapaði þremur, og því eru miklir möguleikar á tveggja flokka stjórn, Sjálfstæðisflokks og VG, með fjörutíu þingmenn.
Verði úrslit kosninganna á þessa vegu liggur nokkuð ljóst fyrir að mynduð verði fjölmenn tveggja flokka ríkisstjórn. Sú yrði annað hvort afturhald, eða íhald. En hvort?
Í aðdraganda kosninga hafa flokkarnir verið fullkomlega í takt. Voru sammála um kjördag, sammála um að gera ekki breytingar þannig að þjóðin kæmist að breytingum á stjórnarskrá á komandi kjörtímabili, báðir flokkar eru varðmenn þess sem er, ekki þess sem kann að verða.
Sigurjón M. Egilsson.