Öll hafa þau sjálfstæðan samningsrétt með tilheyrandi tímatöfum og útgjöldum.
Þröstur Ólafsson skrifar:
Enn á ný skal stefnt að því að fækka sveitarfélögum hérlendis. Gerðar haf verið allmargar aðfarir að smætlasamfélagi íslenskra sveitarfélaga án þess að ná þeim árangri sem kalla megi sjálfbæran eða viðunandi. Enn eru hér sveitarfélög sem hafa innan við eitt hundruð íbúa (jafnvel 50) og eru því algjörlega komin uppá náð nágranna um margvíslega nútíma þjónustu. En við búum víðar við ástkæra smætlahugsun.
Á Íslandi eru 172 verkalýðsfélög !!!! hvert með sinn helga samnings- og verkfallsrétt. Innan ASÍ eru 48 verkalýðsfélög. Samningar þessara verkalýðsfélaga eru mjög keimlíkir. Búið er að samræma öll stærstu hagsmunamálin, þannig að það sem aðgreinir samninga þessara félaga er tittlingaskítur, sem kemst fyrir í neðanmálsgreinum. En öll hafa þau sjálfstæðan samningsrétt með tilheyrandi tímatöfum og útgjöldum.
Hvernig væri að gerð yrði gangskör að því að sameina þessi nauðalíku og náskyldu félög í stærri og kraftmeiri einingar. Sjálfstætt verkalýðsfélag í fámennu þorpi eða í stóru bæjarfélagi á höfuðborgarsvæðinu á sameiginlegum vinnumarkaði, getur ekki verið keppikefli neins, nema þá kannski…….?
Fyrirsögnin er Miðjunnar og greinin er fengin af Facebooksíðu Þrastar.