Fréttir

Afþakkar umreikninga ráðamanna

- forstjóri Landspítlans segir ekkert, sem ráðamenn hafa sagt, gefa tilefni til að leiðrétta greiningu spítalans á fjárhagsstöðu hans.

By Miðjan

May 07, 2017

Páll Matthísson, forstjóri Landspítalans, skrifar að vegna ummæla og umræðu sumra ráðamanna,  um fjármál Landspítala, árétta málflutning stjórnenda spítalans. „Við höfum rýnt fjármálastefnu stjórnvalda um rekstur heilbrigðisþjónustunnar eins ítarlega og unnt er og gert skilmerkilega grein fyrir athugasemdum okkar með rökum, meðal annars á ársfundi okkar. Ekkert í málflutningi ráðamanna gefur tilefni til leiðréttinga á greiningu okkar né sérstaka bjartsýni um breyttar rekstrarforsendur á næstunni.“

-sme