- Advertisement -

Afsvar Sjálfstæðisflokksins

Davíð er einhverskonar heiðursformaður og ræður ýmsu í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tekur ekki slaginn við Davíð.

Sjálfstæðisflokki hefur tekist með mjög áberandi aðferðum að tefja samþykktar breytingar á stjórnarskránni, hvað þá að taka upp nýja stjórnarskrá. Ávallt er sagt að takst verði full samstaða til að gera breytingar á stjórnarskrá sem hefur orðið til þess að sá sem skemmst vill ganga, það er Sjálfstæðisflokkurinn, ræður förinni. Því er kyrrstaða í málinu.

Vissulega er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það ræður hann ekki öllu. Segja má að Davíð Oddsson sé einhverskonar heiðursformaður og hann ræður för víða, ekki síst varðandi stjórnarskrána og breytingar á henni. Enn og aftur slær til Bjarna og skammar hann opinberlega. Kíkjum á hluta af Reykjavíkurbréfs morgundagsins.

„Hrun­stjórn þeirra Jó­hönnu og Stein­gríms sat í tvö ár eft­ir að hún missti meiri­hluta sinn, til­gang sinn og til­veru­rétt. En síðan hafa þrjár stjórn­ir sest að kötl­un­um þar sem kjötið var í gamla daga. Það vakti óneit­an­lega at­hygli, svo ekki sé sagt von­brigði, þegar í ljós kom að rík­is­stjórn­in sem tók við síðla árs í fyrra hafði það með í sín­um næf­urþunna sátt­mála að áfram skyldi halda þess­ari skrítnu aðför að stjórn­ar­skránni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það var eins og eng­inn hefði sagt þeim að Hörður Torfa­son, Þor­vald­ur Gylfa­son með hatt­inn*, Ill­ugi Jök­uls­son og aðrir tindát­ar sömu gerðar væru ekki leng­ur með stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð í land­inu. Þeir höfðu vissu­lega fengið það frá Rík­is­út­varp­inu forðum en nú hafa flest­ir áttað sig á því að það er ekki leng­ur gilt og var það aldrei.

Það var eng­inn rök­stuðning­ur fyr­ir því í þess­um síðasta stjórn­arsátt­mála hvers vegna enn skyldi ráðist á stjórn­ar­skrána svo eini kost­ur­inn er að líta á þetta sem kæk. Það er viður­kennt að kækj­um stjórna menn vart en svo vill til að auðvelt er að ná tök­um á þess­um.

Hvor­ug­ur sam­fylk­ing­ar­flokk­anna sit­ur í nú­ver­andi stjórn og þeir eru ein­ir um að ganga fyr­ir þessu hatri á ís­lensku stjórn­ar­skránni.

En svo vill til að rík­is­stjórn­in hef­ur ein­mitt dregið þessa flokka að borðinu þar sem pukrast er með árás­ina á stjórn­ar­skrána og reynt er um leið að leiðrétta þau mis­tök sem stjórn­arsinn­ar virðast telja að kjós­end­ur hafi gert í síðustu kosn­ing­um gagn­vart sam­fylk­ing­ar­flokk­un­um. Við þetta borð er leitað leiða til þess að gera megi þeim sem er fátt um full­veldið mögu­legt að kom­ast með hraði inn í ESB ef óvænt tæki­færi kæmi upp. Það er svo sem ekki lík­legt í nú­ver­andi stöðu en vilj­inn er hinn sami og und­ir­mál­in eru hin sömu.“

Þetta má lesa sem afsvar Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskránni verður ekki breytt meðan flokkurinn fær að ráða för.

*Til skýringar á orðum Davíðs þegar hann skrifar Þorvaldur Gylfason með hattinn, verður að geta þess að Þorvaldur, sem er prófessor í hagfræði, hafði miklar athugasemdir um að Davíð hafi orðið Seðlabankastjóri og kallaði það dýrustu hvíldarinnlögn Íslandssögunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: