Eins og oft áður fór Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður algjörlega á kostum í lýsingu sinni á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í gærkvöldi. Honum urðu þó á ákveðin mistök í lýsingu sinni í gærkvöldi þegar hann talaði um kynsegin þátttakanda í keppninni.
Gísli Marteinn var fljótur að bregðast við og baðst hann afsökunar á þessu í morgun. „Afsakið þetta. Ég var að vanda mig en vissi bara ekki betur. Takk fyrir að leiðrétta mig,“ segir Gísli.
Sjá einnig: Siggi Gunnars spáir þessum þjóðum áfram – Magga Frikka hundsvekkt
Vakin var athygli á mistökunum á Twitter þar sem viðkomandi sagði:
„Smá hinsegin fróðleikur. Fólk „skilgreinir sig“ ekki sem kynsegin, fólk er kynsegin.“
Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir að þau komst áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Mikil spenna ríkti í höllinni á meðan tilkynnt var hvaða atriði myndu komast áfram en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina á laugardag.Sjá einnig: „Okkur líður mjög vel, þetta var mjög gaman“