Afskipti þingmanna dýrkeypt?
RÚ var með merkilega frétt í hádeginu. Þar kom fram að afskipti þingmanna í norðvesturkjördæmi hafi haft veruleg neikvæð áhrif á starf Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Til stóð sameining við Háskóla Íslands sem ekkert verður af núna. Ágúst Sigurðsson rektor sagði í fréttinni:
„Sameiningin hefði orðið vítamínsprauta fyrir skólann. Ég tel að hér hafi í rauninni einstakt tækifæri farið forgörðum ef þetta er virkilega svona, og ekki bara fyrir okkur og okkar fagsvið heldur íslenskt háskólastig, því miður.“
En hvers vegna fór sem fór: . „Skýringarnar sem ég fékk er að þingmenn norðvesturkjördæmis með stuðningi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og forystu Bændasamtaka Íslands legðust gegn þessum áætlunum. Og því séu þær í rauninni óframkvæmanlegar. Þettu eru bara skýringarnar sem ég fæ.“
Og afleiðingarnar eru meðal annars þær að starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri dregst verulega saman nú þegar hætt hefur verið við að sameina hann Háskóla Íslands. „Við erum að vera ráð fyrir þvi að við þurfum að draga saman seglin sem nemur um það bil 70 milljónum á ári. Það er það sem okkur sýnist við verða að gera raunverulega til lengri tíma,“ sagði rektorinn á Hvanneyri við fréttastofu RÚV.