- Advertisement -

Afrek eða okur?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Þau ríkustu og stærstu hafa fundið leið. Þeir eiga viðskipti við banka í útlöndum þar sem krónan okkar kemur hvergi við sögu. Hið minnsta eru tvær þjóðir á Íslandi.

„Viðskipta­bank­arn­ir þrír, Íslands­banki, Lands­bank­inn og Ari­on banki, hafa all­ir birt níu mánaða upp­gjör sín og nem­ur sam­an­lagður hagnaður þeirra ríf­lega 60 millj­örðum það sem af er ári. Er það allt önn­ur staða en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður þeirra var 10,6 millj­arðar króna.“

Þetta er upphaf forsíðufréttar Moggans í dag. Ljóst er að bankarnir eru ekki framleiðslufyrirtæki. Þeir sýsla með peninga. Og græða óhóflega. Það eru ekki bara útlán bankanna sem skapa þennan hagnað. Sjálfur varð ég að breyta innheimtukröfum míns litla fyrirtækis. Ég var rukkaður um hvert og eitt einasta sem ég breytti sjálfur. Bankinn rukkaði mig óhikað fyrir mína eigin vinnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samkvæmt Mogganum er þetta ekki búið: „Kvika banki á enn eft­ir að birta upp­gjör sitt en miðað við af­komu­viðvör­un sem gef­in var út fyrr í mánuðinum má gera ráð fyr­ir að hagnaður bank­ans muni nema um 8 millj­örðum króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins.“

Það er sem bankarnir fríspili í samfélaginu. Hirði af okkur eins mikla peninga og þeir framast kjósa. Og við getum ekkert gert.

Þau ríkustu og stærstu hafa fundið leið. Þeir eiga viðskipti við banka í útlöndum þar sem krónan okkar kemur hvergi við sögu. Hið minnsta eru tvær þjóðir á Íslandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: