„Á meðan viðskipti eru í lágmarki vegna þvingunaraðgerða sem Ísland innleiðir með okkar nánustu samstarfsríkjum vegna alvarlegra brota Rússlands á alþjóðalögum, og pólitísk og menningarleg samskipti í lágmarki af sömu ástæðu, er að mínu mati ekki réttlætanlegt að verja skattfé til reksturs sendiráðs í Moskvu.
Stjórnmálasambandið er hins vegar enn til staðar og hægt að greiða úr málum eftir diplómatískum leiðum ef þörf krefur. Örfáir Íslendingar eru búsettir í Rússlandi og því lítil þörf fyrir borgaraþjónustu en Svíþjóð sinnir slíkri þjónustu við okkar ríkisborgara líkt og Norðurlöndin gera víða annars staðar þar sem Ísland hefur ekki sendiráð,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðhera í samtali við Samstöðina.