„Við sjáum líka í bandorminum að áfram er gert ráð fyrir því að Framkvæmdasjóður aldraðra hlaupi undir bagga þegar kemur að rekstri hjúkrunarrýma frekar en að geta einbeitt sér að sínu grunnhlutverki, sem er uppbygging nýrra hjúkrunarheimila, nokkurs sem sárvantar vegna útskriftarvanda Landspítalans og ómanneskjulegs álags í heilbrigðiskerfinu. Það má vera að ríkisstjórnin líti fyrst og fremst á aukna heimaþjónustu sem lausn á þessum vanda, a.m.k. ber stjórnarsáttmálinn það með sér, þar er ekki einu sinni minnst á hjúkrunarheimili og hjúkrunarrými. En þá kemur það náttúrlega á óvart að engin merki eru um neitt stórátak í heimaþjónustu í fjárlagafrumvarpinu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu í þingræðu.
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.