Stjórnmál

Áform Katrínar um afskipti af fjárfestingum lífeyrissjóðanna

By Miðjan

July 24, 2020

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði:

„Mikil umræða hefur spunnist um tilraun formanns VR til að skipta sér af fjárfestingum Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Bent hefur verið á að hlutverk lífeyrissjóðanna sé að ávaxta lífeyrinn sem þeir halda utan um en ekki að taka við skipunum utan frá um önnur markmið.

Það hefur gleymst í þessari umræðu að síðastliðinn vetur kynnti forsætisráðherra áform ríkisstjórnarinnar um að skipta sér af fjárfestingum lífeyrissjóðanna.

Á Norðurlandaráðsþingi sagði ráðherrann: „Það þarf að tryggja að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum.”

Enn á eftir að koma í ljós hvernig þessi afskipti af fjárfestingum lífeyrissjóðanna verða útfærð og hvað fjármálaeftirlit Seðlabankans segir.“