- Advertisement -

Afneita fátæktinni – réttlætið enn í bið

Mogginn er skrýtin skepna. Í blaðinu í dag birtist ljóst og klárt afneitun Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á fátækt í landinu. Í þessu sama blaði kemur einnig fram, enn og aftur, að hluti þjóðarinnar situr fastur í gildru fátæktar.

„Sömu­leiðis kem­ur fram í könn­un­inni að 43,3% svar­enda hafi frestað eða hætt við það að fara til tann­lækn­is af fjár­hags­ástæðum á síðustu 12 mánuðum. Einnig hef­ur hátt hlut­fall frestað lækn­is­heim­sókn­um og lyfja­kaup­um,“ segir í frétt í blaðinu. Þar er vitnað til könnunar á afkomu fólks í Einingu-Iðju.

„Stund­um vill gleym­ast í umræðunni hér hve jöfnuður er mik­ill á Íslandi og hve kjör eru al­mennt góð og fara hratt batn­andi. Mik­il­vægt er, um leið og reynt er að laga það sem upp á vant­ar, að minn­ast þess hvernig staðan er og hve mikl­um ár­angri Ísland hef­ur náð,“ segir svo í Staksteinum. Ritstjórinn hefði betur lesið fréttirnar í blaðinu áður enn hann skrifaði þetta. Áður en hann forhertist í afneituninni. Mannvonskunni.

„Í þessu sam­bandi þarf einnig að huga að því að hækk­un­in hef­ur á síðustu árum verið mest á lægstu laun­in. Þessi þróun, sam­hliða lágri verðbólgu, þætti óhugs­andi í öðrum lönd­um, en hér er stund­um látið eins og þetta sé allsend­is ófull­nægj­andi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

BJARKEY: VIÐ HÖF­UM FYRST OG FREMST TALAÐ FYR­IR LÆKK­UN Á TRYGGINGARGJALDINU OG BANKA­SKATT­IN­UM.

Má vera að einhverjir trúi þessu í raun og veru? Þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir gerir það. Hún er, eins og Katrín flokksformaður, búin að gleyma réttlætinu sem var lofaði meðan flokksnefnan var í stjórnarandstöðu. Mogginn kallar í þingflokksformanninn til að ræða tillögur Bjarna Benediktssonar. Bjarni segist vilja lækka skatta einhvern tíma í framtíðinni.

Bjarkey man ekki eftir öryrkjum, ekki eftir þeim sem líða skort alla daga, ekki þeim fátækustu. Nei, en hún man eftir bönkunum og fyrirtækjunum,

 „Við höf­um fyrst og fremst talað fyr­ir lækk­un á tryggingargjaldinu og banka­skatt­in­um eins og til stóð al­veg frá því að VG var í sam­starfi við Sam­fylk­ing­una í rík­is­stjórn. Annað hef­ur ekki verið ámálgað og við mun­um þurfa að taka á slík­um til­lög­um þegar þar að kem­ur,“ seg­ir Bjarkey í Mogga dagsins.

Réttlætið er enn á biðstofunni. Og verður þar meðan VG kýs að teika Bjarna og hans flokk, hvert sem ferðinni er heitið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: