- Advertisement -

Afnám sykurskatts skilar sér illa

Neytendur „Verð á sælgæti hefur ekki lækkað í samræmi við afnám sykurskatts,“ segir á heimasíðu Alþýðusambands Íslands.

Þar segir að: „135 gr. Nóa konfektkassi hækkaði í verði hjá fimm verslunum af 8 síðan í desember 2014. Mesta hækkunin er 13% hjá Nettó, 12% hjá Bónus, 8% hjá Samkaupum-Úrval, 5% hjá Krónunni og 1% hjá Víði en hefur lækkað í verði 15% hjá Iceland, 7% hjá Fjarðarkaupum og 3% hjá Hagkaupum. Af því sælgæti sem borið er saman á milli ára eru það aðeins Ferro Rocher, Celebrations og 600 gr. Lindu konfektkassi sem lækka í verði í öllum verslunum“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: