- Advertisement -

Afli dróst saman um 86þ tonn

Afli íslenskra skipa árið 2013 var tæp 1.363 þúsund tonn sem er 86þ tonnum minni en árið 2012. Verðmætið nam tæpum 153 milljörðum og dróst saman um 4,1% frá fyrra ári. Stærsti hluti aflans var unninn á Austurlandi og var það mestmegnis uppsjávarafli.

Þetta og fleira kemur fram í ritinu Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2013 sem Hagstofa Íslands hefur nú gefið út. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu, eða 29,4%, og á Suðurnesjum, 19,5%.

Verðmæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans nam tæpum 5 milljörðum króna á árinu 2013 og jókst um 9,6% frá árinu áður. Verðmæti aukaafurða telst ekki með inni í heildaraflaverðmæti.

Mest er flutt út til Bretlands, eða um 16,3% af útflutningsverðmæti. Útflutningur til N-Ameríku jókst um 15,6% á milli ára. Útflutningsframleiðsla sjávarafurða jókst um 2,2% frá árinu 2012 ef reiknað er út frá föstu verði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar af vef Hagstofunnar.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: