Katrín Baldursdóttir skrifar:
Skrýtið hvað menn geta verið skammsýnir og sjá fáa leiki fram í tímann á skákborði samninga á vinnumarkaði. Halldór Benjamín hjá SA hefur leikið þvílíkan afleik með því að ráðleggja Icelandair að slíta viðræðunum við Flugfreyjufélagið. Hann getur vart talist hæfur í starfi. Hafi Samtök atvinnulífsins notið einhverskonar virðingar í samfélaginu þá er hún fokin út í veður og vind! Heildarsamtök hinna vinnandi stétta munu aldrei líða þetta og Samtök atvinnurekenda munu fá stærsta hluta þjóðarinnar á móti sér. Þvílík heimska!