Mogganum hefur tekist að draga úr leynum skýrslu um Samgöngustofu. Skýrslan er frá á árinu 2017. Þá var Þórólfur Árnason forstjóri. Hann sótti síðar um endurráðningu en fékk ekki.
Í skýrslunni er vikið að starfi og starfsháttum Þórólfs.
„Forstjóri stofnunarinnar hafi kosið að vera sjálfur andlit hennar á fundum og ráðstefnum erlendis þar sem sérfræðikunnáttu er þörf til að ræða um mál er snerta flug og siglingar. Hann hafi ekki fagþekkingu í þeim mæli sem nauðsynlegt væri til að vera gjaldgengur í umræðu á slíkum fundum. Betur færi á því að framkvæmdastjórar þessara meginsviða stofnunarinnar sinntu slíkum verkefnum en forstjóri einbeitti sér fremur að daglegum rekstri og fjármálum stofnunarinnar.“
Æi, hvað þetta er aumt. Í Moggafréttinni segir líka:
„Fjármunum stofnunarinnar sé ekki forgangsraðað með réttum hætti. Utanlandsferðir hafi t.d. aukist stórlega frá því sem áður var. Brögð séu að því að starfsmenn og stjórnendur fari í boðsferðir á vegum flugfélaganna en það samrýmist naumast hlutverki þeirra sem eftirlitsaðila að þiggja slíkan viðurgjörning frá eftirlitsskyldum aðilum.“