- Advertisement -

Afbrigðileg riða á Austurlandi

Landbúnaður Matvælastofnun fann, við skimun, riðu í kind frá bænum Kelduskógum í Berufirði á Austfjörðum. Ekki þykir ástæða til niðurskurðar.

„Á tilraunastofum hefur tekist að að flytja smitefni frá einni kind í aðra með því að sprauta því í miðtaugakerfið, en ekki hefur ennþá verið sýnt fram á að smit berist á náttúrulegan hátt. Nor98 er talin afbrigðileg riða og það er álit Matvælastofnunar að ekki sé ástæða til að skera niður eins og gert er þegar um hefðbundna riðu er að ræða. Þó verður vöktun vegna riðu á bænum og nágrannabæjum aukin,“ segir á vef Matvælastofnunar, sjá nánar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: