Skjáskot: Silfrið. Samsetning: Miðjan.

Fréttir

Afborgunin fór úr 180 þúsund og í 330 þúsund í boði ríkisstjórnarinnar

By Miðjan

December 07, 2022

„Það er ársafmæli stórra og digurbarkalegra yfirlýsinga og kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins um að Ísland væri lágvaxtaland. Á sama tíma er líka ársafmæli fjölskyldu í smáíbúðahverfinu með 50 millj. kr. óverðtryggt lán til 40 ára. Greiðslubyrði þeirrar fjölskyldu hefur hækkað úr 180.000 kr. í 330.000 kr. Ríkisstjórnin er búin að útvega henni þetta vaxtaumhverfi. Greiðslubyrði þessarar fjölskyldu hefur aukist um 150.000 kr. á þessu ársafmæli yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins um að Ísland væri lágvaxtaland,“ sagði Þorgerður K. Gunnarsdóttir á Alþingi í gær.