- Advertisement -

Af veiðigjöldum og skítareddingum

- umræður á Alþingi um sterka stöðu krónunnar voru oft líflegar

„Mörg fyrirtæki í samkeppnisrekstri glíma nú við vanda í útflutningi vegna sterks gengis krónunnar. Ég vona að við getum þó öll verið sammála hér í þessum sal um að það væri hreint glapræði að velta fyrir sér að leggja núna auknar álögur á þessar greinar, sjávarútveg og ferðaþjónustu,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisfflokks og formaður efnahags- viðskiptanefndar Alþingis, á þingi þegar rætt var um hátt gengi íslensku krónunnar.

Óli Björn er því sammála samflokksmanni sínum, Teiti Birni Einarssyni, að fara verði varlega, en Teitur Björn segir að nú eigi að lækka veiðigjöldin.

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók annan pól í hæðina.

„Með krónuna sem gjaldmiðil er líklegt að eins fari fyrir unga fólkinu og þekkingarfyrirtækjum, að þau kjósi að vaxa í öðrum löndum. Það er framtíðarsýn sem ekki verður unað við,“ sagði hún og ögn síðar sagði Oddný:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Að fella gengið eða að veikja það handvirkt, svo að útflutningsfyrirtækjum og ferðaþjónustu gangi betur en hagur almennings versni, er ekkert annað en skítaredding á ástandi sem er viðvarandi og óviðunandi með íslensku krónunni.“

Hér eru kaflar úr tveimur ræðum, fyrst er það Óli Björn Kárason, síðan Oddný Harðardóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: