- Advertisement -

ÁF: Stórsigur ríkisstjórnar Bjarna Ben

“…framsaga og umræða minni hlutans um vantraustið var fyrir neðan allar hellur og raunar afar vanstillt og á lágu plani.“

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson:
„Verk okkar verða lögð í dóm kjósenda í lok kjörtímabilsins á næsta ári.“

Alþingi „Vantrauststillaga Flokks fólksins og Pírata snerist upp í andhverfu sína og varð að sterkri traustsyfirlýsingu við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og í raun stórsigur,“ sagði Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki.

„Framsögumaður tillögunnar, formaður Flokks fólksins, dæmdi hana sjálf óþarfa og sagði hana falla áður en hún kæmi til atkvæðagreiðslu. Til hvers var þá lagt í þá vegferð að trufla þingstörfin með óþarfa tillöguflutningi sem í lokin varð traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina? Þá vil ég segja eins og er, virðulegi forseti, að framsaga og umræða minni hlutans um vantraustið var fyrir neðan allar hellur og raunar afar vanstillt og á lágu plani. Þar var gengið nærri persónu ráðherra með harkalegum ásökunum og náði engri átt að mínu mati,“ sagði Ásmundur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Niðurstaða vantrauststillögunnar er stórsigur fyrir ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem hefur að baki sér sterkan þingmeirihluta úr síðustu þingkosningum. Verk okkar verða lögð í dóm kjósenda í lok kjörtímabilsins á næsta ári. Það er hinn endanlegi dómur á störf þingmanna og ríkisstjórna,“ og svona endaði Ásmundur ræðu sína.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: