- Advertisement -

Af næturverkum Miðflokksmanna

Ég hef enga skoðun á þessari aðferð.

Þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppe gerir sér til gamans að varpa ljósi á störf þingmanna Miðflokksins þegar þeir töluðu hver við annan úr ræðustól Alþingis eina nótt. Kolbeinn skrifar:

„Það var áhugavert að vera á þingfundi í nótt, en hann stóð til 6:18 í morgun. Umræður í þingsal eru oft fræðandi og gefandi. Þegar andstæð sjónarmið eru dregin fram skapast oft dínamík sem veltir upp nýjum flötum á málum. Í nótt var hins vegar meira um það að samstæð sjónarmið væru dregin fram, þingmenn Miðflokksins voru í andsvörum hver við annan og voru býsna sammála. Myndin sýnir ca. einn og hálfan tíma af umræðunum í nótt, hvernig samflokksmenn ræddu saman um það sem þeir voru sammála um í sal Alþingis Íslendinga. Ég hef enga skoðun á þessari aðferð, þetta er bara svipmynd úr mínu daglega (eða næturlega) lífi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: