Fréttir

Af lokuðum leynifundi í Háskóla Íslands

By Miðjan

November 16, 2019

Þorvaldur Gylfason skrifaði:

Hugur minn er hjá einum æðsta manni réttarkerfisins sem sagði á lokuðum leynifundi í Háskóla Íslands að spilling á Íslandi hefði aldrei verið minni en nú og væri einskær hugarburður einhverra bloggara (og bandaði hendinni í átt til mín). Ég lét hann heyra það og sagði síðan við fv. ráðherra á leiðinni út af fundinum að ef Ísland væri heilbrigt réttarríki yrði mér boðið að koma á skrifstofu mannsins strax daginn eftir til að veita nánari upplýsingar, en auðvitað fékk ég ekki slíka kvaðningu.