- Advertisement -

Af hverju má Tommi ekki vera með bera handleggi á Alþingi?

„Hér í pontunni standa oft kvenmenn sem eru með bera handleggi. Ég spyr: Má ég líka að vera með bera handleggi eins og konurnar? Hver er munurinn?“

Tómas A. Tómasson flokki fólksins.

„Ég hef stundum haft orð á því að það er svolítið sérstakt hvernig við tökum á lögum og reglum. Sem dæmi um það hef ég stundum vitnað í það að hérna í gamla daga þegar allir fylgdust með kvikmyndahúsum borgarinnar þá var verið að auglýsa hinar ýmsu bíómyndir sem ýmist voru bannaðar innan 12, 14 eða 16. Svo voru sumar myndir stranglega bannaðar innan 16. Ég hef stundum sagt. Hver er munurinn á að vera bannað innan 16 og stranglega bannað innan 16? Ég skil það ekki alveg,“ sagði Tómas A. Tómasson á Alþingi fyrr í dag.

„En mig langar til að tala hérna um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020, 29. desember, sem tóku gildi 6. janúar 2021. Þar segir um gildissvið, markmið og orðskýringar: 

„Markmið laga þessara er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allt fólk skal eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Með kyni í lögum þessum er átt við konur, karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns …“

Síðan stendur hér um almennt bann við mismunun: 

„Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. Fjölþætt mismunun er jafnframt óheimil. Fyrirmæli um mismunun á grundvelli kyns teljast einnig mismunun samkvæmt lögum þessum.“

Nú segi ég við ykkur: Hér í pontunni standa oft kvenmenn sem eru með bera handleggi. Ég spyr: Má ég líka að vera með bera handleggi eins og konurnar? Hver er munurinn?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: