Fréttir

Af hverju má ríkið ekki eign­ast hlut í flug­fé­lagi?

By Miðjan

September 01, 2020

„Og þegar þing­menn og ráð­herrar tala snúð­ugt á móti um að þá sé bara lausnin að eign­ast rík­is­flug­fé­lag, eins og það væri það versta sem myndi ger­ast, þá spyr ég á móti, er það ekki bara í lagi? Er það ekki einmitt nauð­syn­legt að íslenska ríkið eign­ist vænan hlut í flug­fé­lagi? Líkt og finnska ríkið á 55,8% hlut í Finnair sem er eitt verð­mætasta flug­fé­lag í Evr­ópu eða flug­fé­lag Nýja Sjá­lands hvers 52% hlutur er í eigu nýsjá­lenska rík­is­ins, eða tíma­bund­inn hlutur franskra, hol­lenskra og þýskra stjórn­valda í þar­lendum flug­fé­lög­um?“

Þetta er hluti af fínni grein sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, skrifar í Kjarnann.

„Jafn­vel tíma­bund­inn hlutur íslenska rík­is­ins í flug­fé­lagi sem glímir við gríð­ar­lega erf­iðar aðstæð­ur, sem íslenska ríkið gæti svo selt þegar fyr­ir­tækið rís von­andi aftur á fætur er bara alls ekki slæm hug­mynd. Þvert á móti. Hvað þá fyrir ríki sem er á eyju í Atl­ants­hafi sem reiðir sig gríð­ar­lega mikið á flug­sam­göngur í sam­skiptum okkar við umheim­inn,“ segir Rósa Björk.

„Og einmitt í ljósi þess hversu þjóð­hags­lega mik­il­vægt flug­fé­lagið er vegna land­fræði­legrar legu Íslands, er sú póli­tíska hræðsla um að ríkið eigi hlut í þjóð­hags­lega mik­il­vægu fyr­ir­tæki gagnrýnisverð að mínu mati.“

Í greininni fjallar Rósa Björk um óvissþættina:

„Það þarf líka að vanda vel til verka í með­ferð máls­ins á Alþingi, því það eru óvissu­þættir sem þingið þarf að fjalla fag­lega um og fá svör við eins og: