Katrín Oddsdóttir skrifaði:
„Hvernig finnst til dæmis frelsisflokknum XD það góð hugmynd að tjilla í garðinum frekar en að ræða þá staðreynd að nú hangir iðnaður sem veltir 25 milljörðum á bláþræði vegna fyrirhugaðs tapreksturs við langreyðaveiðar? Er atvinnufrelsi Kristjáns Loftssonar í alvörunni meira virði en atvinnufrelsri allra sem starfa í þessari grein? Eða skilja þau ekki alvöru málsins?
Áður en Svandís bakkaði voru þessir blessuðu Sjallar bláir í framan og krefjast þingumræðu um hvalveiðar. Núna þegja þeir sömu.
Þingið er búið að vera í sumarfríi í marga mánuði og nú kalla Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðanda (SÍK) á þingið með þessum rökum:
„Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og er um þessar mundir að festa sig í sessi sem ákjósanlegur áfangastaður fyrir hin ýmsu framleiðsluverkefni. Í þessu samhengi má nefna að velta kvikmyndaiðnaðar nam um 25 milljörðum á síðast liðnu ári, þar af er stór hluti útflutningstekjur.
Afstaða alþjóðlega kvikmyndaiðnaðarins til hvalveiða vegur þungt hvort uppbygging síðustu ára haldi áfram eða að Ísland verði sniðgengið. Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt mikinn metnað í að efla samkeppnishæfni íslensks kvikmyndaiðnaðar”.
Það að ekkert hafi heyrst í Lilju Alfreðs er svo kapítuli út af fyrir sig.
Einu aðilarnir sem standa í lappirnar í þessu máli eru veðurguðirnir um þessar mundir.
Viðeigandi lokaorð hér:
„Hvetur stjórn SÍK íslensk stjórnvöld til að horfa til heildarhagsmuna íslensks samfélags og vonast eftir skjótri samstöðu flokka um hvalveiðibann.“