- Advertisement -

Af gluggaskrautum og puntudúkkum

Ragnar og Davíð.

Eldri Sjálfstæðismenn eiga til með að opna huga sinn, og það upp á gátt. Þeir eiga það sameiginlegt að fárast við því sem yngra er. Ekki síst yfir konum. Þeir reyna að gera lítið úr þeim og gefa til kynna að þeir eigi framgangi sínum útlitinu einu að þakka.

Það eru ekki mörg ár síðan Davíð Oddsson reyndi hvað hann gat að gera sem minnst úr Katrínu Jakobsdóttur, nú forsætisráðherra, þegar hún tók við formennsku í sínum flokki af Steingrími J. Hann kaus að kalla hana gluggaskraut Steingríms J. Ósmekklegt.

Nú hefur Ragnar Önundarson enn og aftur reynt að gera lítið úr andlegu atgervi þeirra Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hann kýs að kalla þær puntudúkkur Bjarna Benediktssonar. Ósmekklegt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: