„Sumrinu er að ljúka og það er erfið pólitísk vika framundan. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa farið um landið og fundað með flokksmönnum, eins og þeir lofuðu en hverju hefur það skilað? Sumir fundanna voru erfiðir. Aðrir fámennir. Í hvoru tveggju felast ákveðnar vísbendingar.“
Það var Styrmir Gunnarsson sem skrifaði þetta. Styrmir bendir á vanda sín gamla flokks. Og spyr: „Verður eitthvað mark tekið á þeim vísbendingum?!“ Og svarar: „Ekki er svo að sjá.“
Og Styrmir segir. „Það er ekki nóg að segjast hlusta á fólkið í flokknum.“
Næst er vikið að aukinni hörku, verri anda innan flokksins. „Að auki má merkja, að samskipti fólks innan flokks eru að verða illskeyttari. Það er hættulegt. Þegar svo djúpstæður ágreiningur er í stjórnmálaflokki um mál er það hlutverk forystusveitar flokks að bera klæði á vopnin og leita sátta. Kannast einhver við að það hafi verið gert?“