- Advertisement -

Af dólgshætti þingmanna

Björn Birgisson í Grindavík skrifaði:

**********

Gunnar Bragi Sveinsson.

Gunnar Bragi hegðaði sér eins og dólgur á Klausturbarnum forðum.

Sem betur fer var Bára á staðnum og náði upptöku af dólgshættinum.

Það kom sér vel fyrir Gunnar Braga vegna þess að hann lýsti því yfir að hefði farið í drykkju blackout og myndi ekkert eftir öllum orðaleppunum!

Öllum er hollt að muna og geta rifjað upp sögð orð og atferli sitt.

Blackout!

**********

Páll Magnússon.

Páll Magnússon hegðaði sér eins og dólgur í stúkunni þegar ÍBV tók á móti Fram í bikarkeppninni í knattspyrnu.

Sem betur fer var fólk á staðnum sem náði að festa sér í minni hina dólgslegu framkomu.

Það kom sér vel fyrir Pál Magnússon vegna þess að í blaðaviðtali lýsti hann því yfir að hann myndi ekkert sérstaklega vel eftir sínum orðaleppum – en gat þess í leiðinni að honum þætti bæði sjálfsagt og eðlilegt að hegða sér eins og dólgur á knattspyrnuleikjum – í því væri fólginn stuðningur við liðið sitt!

Blackout að eigin vali!

**********

Er nokkuð við hæfi að alþingismenn hegði sér svona?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: