- Advertisement -

Af bláum villiköttum og pólitísku daðri

Stjórnmál Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og fyrrum formaður Viðreisnar, lætur að því liggja að Framsóknarflokkur, VG og Sjálfstæðisflokkur hafa daðrað hver við annan í heilt ár.

„Eng­um duld­ist á þing­inu síðastliðinn vet­ur að for­ingj­ar Fram­sókn­ar og VG beindu gagn­rýni sinni á rík­is­stjórn­ina fyrst og fremst að Viðreisn og Bjartri framtíð en fóru mild­um hönd­um um Sjálf­stæðis­flokk­inn og formann hans. Ef­laust hafa hug­mynd­ir um það sam­starf sem nú er unnið að verið komn­ar fram löngu fyr­ir kosn­ing­ar. Með því skerp­ast lín­ur í póli­tík­inni. Vinstri og hægri eru löngu orðin úr­elt hug­tök. Í framtíðinni munu stjórn­mál­in snú­ast um frjáls­lyndi og fram­far­ir ann­ars veg­ar og kyrr­stöðu og aft­ur­hald hins veg­ar. Þess­ar viðræður snú­ast um hið síðar­nefnda,“ skrifar hann í Morgunblað dagsins.

Hann bendir á, það sem hefur verið oft skrifað um hér á þennan vef, hversu erfiðir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins geta verið, að þar séu nokkrir bláir villikettir, sem er erfitt að smala. Gefum Benedikt orðið:

„Und­an­farið ár kom það ít­rekað fyr­ir, að eft­ir að til­lög­ur höfðu verið samþykkt­ar í rík­is­stjórn þurfti að hefja samn­ingaviðræður við ein­staka þing­menn Sjálf­stæðis­flokks um sömu mál. Ef til vill verða þeir leiðita­m­ari und­ir leiðsögn for­manns VG.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kannski þarf ekki að undra pólískt daður hugsandi samstarfsflokka í ríkisstjórn. Benedikt bendir á hversu líkir flokkarnir eru.

„All­ir eru á móti fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, upp­töku nýs gjald­miðils sem og frjáls­um inn­flutn­ingi á land­búnaðar­vör­um. Ekki virðist neinn mun­ur á stefnu flokk­anna í land­búnaðar­mál­um og ólík­legt að ágrein­ing­ur verði um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: