Mynd: Kjarninn.

Fréttir

ÁF: 17 hælisleitendur er nú í Leifsstöð

By Miðjan

September 25, 2020

„Í Flugstöðinni  bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur. Fiskisagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða vængi.  Allt þetta fólk þarf að komast í einangrun til Reykjavíkur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjölskyldur. Þá taka 17 manns í einangrun eða sóttkví töluvert húsrými og þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi,“ skrifar Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rétt í þessu.

„Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna,“ skrifar Ásmundur.