- Advertisement -

Ævintýramikil verðbólga á Íslandi

„Verðbólga er ævintýralega mikil á Íslandi þegar litið er til þess hvílíkrar sérstöðu við njótum í orkumálum, að við glímum ekki við þá hækkun húshitunarkostnaðar og orkuverðs sem er að sliga heimili í öðrum Evrópuríkjum,“ skrifar Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu.

„Nú heldur verðbólga áfram að aukast á Íslandi meðan hún minnkar víðast hvar í kringum okkur. Þetta hefur meðal annars að gera með þá „lausung í fjármálastjórn“ sem grasserar á vakt ríkisstjórnarinnar eins og fjármálaráð hefur bent á.

Í stað þess að hlusta á viðvörunarorðin síðustu mánuði og grípa til raunverulegra aðgerða til að slá á verðbólguvæntingar og sporna gegn þenslu ætlar ríkisstjórnin að reka ríkissjóð með halla til ársins 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig.

Þannig eru stjórnvöld í raun að biðja Seðlabanka Íslands um að hækka vexti og halda vöxtum háum næstu mánuði og ár, senda skilaboð um að þetta sé sú leið sem eigi að fara til að kreista verðbólguþrýstinginn út úr hagkerfinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Höfum þetta í huga þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hækkar vexti í 14. skiptið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: