Gunnar Smári skrifar:
Bresk stjórnmál eru að verða eins og þau bandarísku; andstæðir hópar sem hrópa hver á annan og semja sjálfir þær reglur sem eiga að gilda um sig. Kannski ættum við að hverfa aftur til stéttastjórnmála eftirstríðsáranna; þessi þjóðernisrembingur og menningarstríð í dauðateygjum nýfrjálshyggjunnar veldur því að engin sátt er um hvað er til umræðu, hvar né hvert er hlutverk ráðherra/forseta, þings, dómstóla, fjölmiðla eða nokkurrar stofnunar samfélagsins. Eftir áratuga valdaafsal hins lýðræðislega vettvangs er hann eiginlega ónýtur. Og sterk öfl, hin ríku, er ósárt um það, glundroði ver þau fyrir kerfisbreytingum sem gætu dregið úr völdum þeirra og auð.
Er nokkuð annað en kröftug stéttastjórnmál, byggð á réttlætiskröfu hinn verst settu, sem geta endurnýjað hinn pólitíska vettvang? Það dugar ekki að breyta samskiptareglunum eða forminu þegar sjálft inntakið er veikt og vankað, það er ekki hægt að tala saman þegar engin sátt er um hvað er til umræðu. Þótt hafa megi gaman af þeim hremmingum sem Boris og Trump eru í þessa dagana þá er ekki víst að þau sem eru vinstra megin við fasisma eflist á að stunda lögfræði frekar en pólitík í baráttu sinni.