- Advertisement -

„Ætlum við að sætta okkur við áframhaldandi eyðileggingu á samfélaginu okkar?“

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að fjárfestar og fjársterkir einstaklingar séu áberandi á húsnæðismarkaði en lítið sé um almenna kaupendur. Nóg sé til af fjárfestum sem vilji kaupa íbúðir og koma í skammtímaleigu (Airbnb), slíka kaupendur taki aðeins augnablik að finna. Fjárfestar séu jú alltaf að leita að fjáfestingarkostum.

Er þetta ekki ótrúlegt ástand? Í stað þess að venjulegt fólk, þau sem vinna vinnuna, skapa verðmætin, viðhalda samfélaginu komist í eigið húsnæði eru það kapítalistar, meðlimir eignastéttarinnar, sem kaupa íbúðirnar til að nota til enn frekari auðsöfnunnar.

Ætlum við að sætta okkur við áframhaldandi eyðileggingu á samfélagi okkar? Hvenær finnst okkur nóg komið af því að hagsmunir hinna ríku séu taldir mikilvægari en hagsmunir okkar sjálfra og afkomenda okkar?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég veit hverju ég svara. Nei, ég ætla ekki að sætta mig við þetta fáránlega ástand. Ég ætla að gera það sem ég get til að breyta því. Ég ætla að setja x við J og kjósa Sönnu Magdalenu Mörtudóttur á Alþingi. Ég veit að hlutunum verður ekki breytt á einni nóttu en ég ætla að leggja mitt af mörkum til að við getum hafið þá breytinga-vegferð sem ekki er hægt að bíða lengur með að hefja. Ég vona að þið viljið gera slíkt hið sama.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: