Mannlíf

Ætluðu til Kazakhstan – komu til Íslands

By Miðjan

July 07, 2020

Mannlíf / „Við ætluðum til Kazakhstan. Covid-19 breytti öllu. Hér erum við,“ sagði Kenneth frá Danmörku. Hann og konan hans, Marie, ferðast hjólandi. Þau voru á Þingvöllum í dag á leið í Landmannalaugar.

„Við höfum lengi ætlað að koma til Íslands, svo þetta er í góðu lagi. Íslendingar stóðu sig vel í baráttunni við Covid-19 svo við afréðum að koma hingað núna.“

Þau ætluðu að hjóla Sprengisandsleið en var ráðið frá að gera það þar sem þar er enn snjóalög.

„Þetta er búið að vera fínt. Gott veður og Ísland er einstaklega fallegt land,“ sagði Kenneth og talaði um Þingvelli af lotningu.