- Advertisement -

„Ætli Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi áttað sig á þessu?“

„Það er titr­ing­ur í póli­tík­inni, ef svo má að orði kom­ast. Hann var byrjaður áður en fjár­málaráðherra lagði leið sína í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu,“ þetta má lesa í Moggagrein Styrmis Gunnarssonar nú í morgun.

Styrmir skrifar: „Sá titr­ing­ur snýst um vax­andi þörf flokka á miðjunni og til vinstri til að úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn frá stjórn lands­ins. Sú þörf er ekki ný af nál­inni. „Allt er betra en íhaldið“ er gam­alt slag­orð. Það var mikið haft á orði fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 1956. Í aðdrag­anda þeirra voru lögð drög að vinstri­stjórn eft­ir þær kosn­ing­ar. Það tókst að koma henni á en hún varð ekki eins lang­líf og stefnt var að.

Það er ástæða til að ætla að svipaðar hug­mynd­ir séu á ferð nú og hafi verið í ein­hvern tíma og að jarðveg­ur kunni að vera fyr­ir þeim. Sam­starfið við Sjálf­stæðis­flokk­inn í nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur reynt á þolrif­in bæði hjá VG og Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Á vinstri kant­in­um sjá menn fyr­ir sér, að með sama hætti og tek­ist hafi að ýta Sjálf­stæðis­flokkn­um til hliðar í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur sé það hægt á vett­vangi lands­stjórn­ar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á tím­um kalda stríðsins voru vinstri­stjórn­ir hættu­leg­ar vegna þess að þær sner­ust um að koma banda­ríska varn­ar­liðinu úr landi.

Nú á tím­um er hætt­an sú að slíkri rík­is­stjórn er ekki hægt að koma á nema með því að leiða ESB-sinna til valda. Og reynsl­an sýn­ir að þeir geta náð ár­angri, þótt sam­starfsaðilar séu and­víg­ir aðild Íslands að ESB.

Þing­kosn­ing­arn­ar næsta haust geta þess vegna orðið ör­laga­rík­ari en fólk átt­ar sig á.

Ætli Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi áttað sig á þessu?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: