Ætli Katrín trúi þessu?
Leiðari Óvart spurðist út að ríkisstjórnin hyggst lækka veiðigjöldin. Og það sem fyrst. Það er sama ríkisstjórn og vill enn og aftur setja í nefndir og hópa rannsókn á fátækt áður en gripið verður til aðgerða. Nóg um það.
Nú heitir þetta að lækka eigi veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir. Engin stærðarflokkun útgerða er þó til. Semsagt, orðin tóm. Katrín Jakobsdóttir sagði í varnarræðu á Rás 2 í morgun að kannski verði veiðigjöld hækkuð á stóru útgerðirnar.
Trúi Katrín því þá er hún sennilega ein um það. Sigri hrósandi sjávarútvegsráðherra kann leikinn. Hann var í viðtali í Sjónvarpinu þar sem sigurvissan leyndi sér ekki. Reynslan af samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir okkur að þeir flokkar lækka veiðigjöld. En hækka ekki.
VG breytir engu þar um. Bjarni Benediktsson sagði í Kryddsíldinni að við höfum besta fiskveiðikerfi í heimi. „Ísland best í heimi“. Semsagt Katrín Jakobsdóttir. Þetta er ákveðið.
Sigurjón M. Egilsson.