- Advertisement -

Ætli Bjarni Ben lesi Moggann?

Geir Waage í Mogganum í dag:

„Er þetta liður í snilld­araðgerð rík­is­ins til að fjefletta um 32 þúsund gam­al­menni um 45 millj­arða á ári.“

Nú er spurt: Ætli efnamaðurinn Bjarni Ben lesi Moggann? Og ef svo er þá hefur vonandi lesið grein séra Geirs Waage. Geir hefur eflaust verið lengur í Sjálfstæðisflokknum en Bjarni. Hvað með það. Geir skrifar aldeilis fína grein í Mogga dagsins. Þar segir til dæmis:

„Þeir sem lifa nógu lengi til þess að njóta sjálf­ir spari­fjár síns sæta því að tekj­urn­ar eru skattlagðar sem launa­tekj­ur, enda skil­greind­ar sem slík­ar í lög­um um líf­eyr­is­sjóði. Þeir sem deyja frá inn­eign sinni láta öðrum gott af sjer leiða. Mætti líta svo á að þeir spari rík­is­sjóði ærna ölm­usu, gaml­ir þurfa­menn marg­ir.

Skatt­leys­is­mörk­in eða skatta­afslátt­ur­inn hef­ur lengi staðið í stað nærri 55 þús. kr. á mánuði. Eng­in vísi­tölu­upp­bót þar. Því er fólk að greiða skatt af tekj­um sem eru langt und­ir fram­færslu­mörk­um. Fá­tæk­asta fólkið er að greiða skatta langt um­fram efna­menn fyr­ir vikið, því þeir njóta líka frí­tekju­marks­ins af tekj­um sem eru oft langt um­fram nauðþurft­ir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Valhöll:

„Til þess að vera sátt­ur við þetta þurfa spök­ustu öld­ung­ar að temja sjer flokks­heimsku ofan á vit­leysi.“

Þarna er fast skotið og það með réttu:

„Elli­laun­in voru í önd­verðu sams kon­ar al­menn­ings­hlut­ur sem all­ir skyldu njóta. „Laun­in“ þau eru nú á ný orðin sú ölmusa sem ellistyrk­ur­inn var. Fólkið á það und­ir vild stjórn­mála­manna hvað þeim hlotn­ast, en verra er þó, að ölmus­an verður þeim tæki til að blekkja fólkið: Fela gegnd­ar­lausa skatt­heimtu á þá sem minnst mega sín.

Nú mega gam­al­menni afla sjer 100 þús. kr. á mánuði með vinnu sinni. Allt þar fram yfir hirðir ríkið að 45% og tek­ur a.m.k. 31% skatt að auki. Eft­ir sitja þá 20 þús. kr. af 100 þús. kr. viðbót­ar­launa­tekj­um sjeu menn svo óheppn­ir að þiggja ölm­usu frá TR,“ skrifar séra Geir.

Skoðið þessa hárréttu útreikninga:

„TR skil­grein­ir þess­ar launa­tekj­ur hins veg­ar hjá sjer sem fjár­magn­s­tekj­ur og hef­ur eng­in lög fyr­ir sjer um þetta, að því er sjeð verður. Það er hrein vild­ar­hyggja af rík­is­ins hálfu. Þær ættu því þá að bera 22% skatt; ekki yfir 31%. Svo skerðir TR ölm­usu­greiðslur sín­ar til þeirra sem hafa meira en 25 þús. kr. úr líf­eyr­is­sjóði á mánuði um 45%. Er þetta liður í snilld­araðgerð rík­is­ins til að fjefletta um 32 þúsund gam­al­menni um 45 millj­arða á ári ef þau vinna fyr­ir sjer, hafa fjár­magn­s­tekj­ur, eða hafa lagt fyr­ir til elli­ár­anna: Greitt í líf­eyr­is­sjóð.

Af­rek stjórn­mála­mann­anna er í því fólgið að þeir láta gam­al­menn­in leggja 45 millj­arða króna í rík­is­sjóð á ári og hrósa sjer af því, hversu vel sje við þau gjört fyr­ir sinn at­beina. Þeir hafa sýnt að rík­inu er ekki ómátt­ugt að græða á fá­tækt. Und­an­far­in tvö ár hafa skatt­leys­is­mörk verið lækkuð að auki til að tryggja skatt­lagn­ingu á allra lægstu laun.“

Aftur er bent á Bjarna Ben:

„Laun þess­ara sömu stjórn­mála­manna hækkuðu um síðustu ára­mót um 100 þúsund kr. á mánuði og aft­ur um síðustu mánaðamót um 75 þúsund kr.

Gam­al­menn­in fá eina hækk­un á ári frá TR 1. janú­ar, í ár eins og árið þar á und­an um níu þúsund kr.

Grunn­líf­eyr­ir um 21 þúsund gam­al­menna er um 266 þús. kr. á mánuði, en til viðbót­ar fá um 12 þúsund ein­stæð gam­al­menni 67 þús. kr. á mánuði. Til sam­an­b­urðar eru at­vinnu­leys­is­bæt­ur 307 þús. kr. á mánuði og lág­marks­laun 351 þús.

Íslenzk gam­al­menni eru upp til hópa þakk­látt fólk, umb­urðarlynt og þol­in­mótt fram úr hófi.

Þeim er vorkunn að því að vita lítið um al­manna­trygg­ing­ar sín­ar, enda standa þau þar frammi fyr­ir smíð stjórn­mála­mann­anna, einkum fjár­málaráðherra, hverju sinni, sem hafa megnað að gera það kerfi allt að lista­smíð stjórn­lynd­is, hroka og mann­fyr­ir­litn­ing­ar gagn­vart þeim sem minnst bera úr být­um. Til þess að vera sátt­ur við þetta þurfa spök­ustu öld­ung­ar að temja sjer flokks­heimsku ofan á vit­leysi.“

Það er við hæfi að birta hér gamalt og þekkt sendibréf Bjarna til eldri borgara þessa lands:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: