- Advertisement -

Ætlar ríkið að borga til baka?

Hvað er ríkið búið að hafa mikla fjármuni af öryrkjum?

 

Björgvin Guðmundsson.

Hvernig virkar krónu móti krónu skerðingin gagnvart öryrkjum? Hún virkar svona: Segjum, að öryrki,sem vegna slyss eða veikinda hefur orðið að hætta á vinnumarkaði ætli að reyna að vinna eitthvað smávegis, af veikum mætti og ef til vill vegna þess að hann sé eitthvað betri.

Segjum,að hann vinni fyrir 50 þúsund kr á fyrsta mánuði. Þá gerir ríkið sér lítið fyrir (TR) og skerðir framfrærsluuppbót þessa sama öryrkja um nákvæmlega sömu upphæð,þ.e. tekur 50 þús krónurnar til baka.Þannig þurrkar ríkið út ávinning öryrkjans. Þetta hefur ríkið stundað nú í tæpa 16 mánuði og ætlar að gera í 8 mánuði til viðbótar og jafnvel lengur. Spurningin er þessi: Ætlar ríkið að endurgreiða öryrkjum alla þá fjármuni, sem það hefur haft af öryrkjum allan þennan tíma frá því lofað var að afnema krónu móti krónu skerðingu. Ég tel, að ríkinu beri skylda til þess.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: