Fréttir

Ætlar að verja fullveldi Íslands

By Miðjan

November 15, 2018

Sigmundur Davíð skrifar langa grein í Mogga dagsins um „þriðja orkupakkann“. Af lestri greinarinnar er hér mikil alvara á ferðum. Hann segir fullveldi Íslands vera undir. Fullveldi sem við höfum haft í eitt hundrað ár og munu ná að fagna þeim tímamótum. Hvað sem „þriðja orkupakkann“ varðar.

Í greininni segir Sigmundur Davíð:

„Hvað varðar af­stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins og ráðherra hans til orkupakk­ans hef ég eng­an áhuga á að gera flokk­inn að and­stæðingi mín­um í mál­inu. Sam­fylk­ing­in og Viðreisn geta séð um það hlut­verk. And­stæðing­ar gera stund­um sitt gagn en í þessu máli vil ég miklu frem­ur banda­menn en and­stæðinga. Málið snýst enda um grund­vall­ar­hags­muni og full­veldi þjóðar­inn­ar.

Ann­ars eru áhyggj­urn­ar lík­lega óþarfar því fram­sókn­ar­menn munu hafa ályktað um að flokk­ur­inn sé and­snú­inn þriðja orkupakk­an­um og þá hljóta ráðherr­ar og þing­menn flokks­ins að fara eft­ir því. …Nei, þetta er lík­lega ekki rétti tím­inn fyr­ir hót­fyndni. Nú þurf­um við stuðning allra sem eru reiðubún­ir til að verja full­veldi lands­ins, sama hvort þeir gera það af sann­fær­ingu eða vegna þess að ein­hverj­ir aðrir eru til í þann slag.“

Orð Sigmundar Davíðs lýsa eðlilega bara annarri hlið málsins. Margir eru honum fullkomlega ósammála.